Trump leggur tolla á innflutt ál og stál

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst samþykkja hækkun á tollum á innflutti áli og stáli á næstu vikum. 25% tollur verður settur á innflutt stál og 10% tollur á innflutt ár, verði hækkunin að veruleika.

Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en þau flytja út og treysta á stálafurðir frá fyrir 100 ríkjum.

Trump sagði í færslu á Twitter-aðgangi sínum í dag að Bandaríkin búi við ósanngjarna viðskiptahætti þegar kemur að innflutningi á ál- og stálafurðum.

Á fundi sínum í Hvíta húsinu í dag með forstjórum stál- og álframleiðenda tilkynnti Trump að bandarískum stál- og álframleiðendum yrði tryggð tollavernd til langs tíma. 

Í frétt BBC segir að búast megi við hörðum viðbrögðum frá kínverskum stjórnvöldum og í umfjöllum Washington Post segir að gera megi ráð fyrir að ríki sem flytja inn stál og ál til Bandaríkjanna höfði mál gegn bandarískum stjórnvöldum í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með forstjórum stál- og álframleiðenda í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með forstjórum stál- og álframleiðenda í Hvíta húsinu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert