Fyrsti kvenforseti Afríkuríkis segir af sér

Ameenah Gurib-Fakim, forseti Máritíus, mun segja af sér.
Ameenah Gurib-Fakim, forseti Máritíus, mun segja af sér. AFP

Fyrsti kvenforseti Máritíus og einnig Afríkuríkis, Ameenah Gurib-Fakim, mun segja af sér embætti vegna fjármálahneykslis. Forsætisráðherra landsins, Pravind Jugnauth, greinir frá þessu.  

Gurib-Fakim, sem er jafnframt fyrsti kvenforseti Afríku, er sökuð um að hafa nýtt sér greiðslukort frá góðgerðarsamtökum til eigin nota. Hún mun segja af sér fyrir 50 ára lýðveldishátíð Máritíus 12. mars næstkomandi.  

Hún hefur jafnframt sagt að hún hafi þegar endurgreitt þær fjárhæðir sem hún tók ófrjálsri hendi. 

Gurib-Fakim var kosin í embætti árið 2015 og hefur hún því setið í rétt um þrjú ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert