Risatyppi veldur usla

AFP

Risavaxinn blár limur hefur valdið miklum usla meðal íbúa í Stokkhólmi en um er að ræða fimm hæða veggverk á hlið fjölbýlishúss í borginni.

Samþykkt hefur verið að mála yfir verkið aðeins innan við viku eftir að það kom fyrir sjónir almennings. Fjallað er um málið í Aftonbladet ogGuardian fyrir helgi.

AFP

Þar kemur fram að stjórnendur fyrirtækisins sem á bygginguna, Atrium Ljungberg, hafi fyrst séð listaverk  Carolina Falkholt á miðvikudagsmorgun líkt og aðrir íbúar höfuðborgarinnar á Kungsholmen. Byggingin er við Kronobergsgatan.

„Menning og listir eru mikilvæg til þess að skapa spennandi umhverfi í skipulagi,“ segirCamillaKlimt, markaðsstjóri fyrirtækisins. Að sjálfsögðu skiptir frelsi listamannsins okkur máli en á sama tíma verðum við að virða skoðanir nágranna,“ bætir hún við og segir að málað verði yfir verkið.

Verk Carolina Falkholt.
Verk Carolina Falkholt. AFP

Einhverjir hafa tekið verkinu fagnandi en aðrir eru afar ósáttir. Allt frá árinu 2008 hefur Atrium Ljungberg veitt listamönnum í nágrenninu frelsi til þess að skreyta vegg fjölbýlishússins. Yfirleitt fá verkin að standa í hálft ár þangað til næsta verk birtist á vegg hússins. En nú er það innan við vika.

Falkholt segist hafa vonast til þess að bláa typpinu yrði betur tekið heldur en svipuðu verki af bleiku typpi á Manhattan í New York í desember. Málað var yfir verkið í New York eftir þrjá daga þrátt fyrir að það hafi átt að fá að vera til sýnis í þrjár vikur. Ástæðan, líkt og í Stokkhólmi, voru kvartanir frá nágrönnum. 

Verkið hefur heldur betur vakið athygli.
Verkið hefur heldur betur vakið athygli. AFP
mbl.is
Sumardekk Sub.Legacy 205/55,R16 tilSölu
Fjögur góð sumardekk á 8 þús.kr,alls.205/55,R16 (91V).Uppl.síma 845-9904.Keypt o...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...