Sækja 94 ára Auschwitz-vörð til saka

Svona var umhorfs við útrýmingarbúðir nasasta í Auschwitz í janúar ...
Svona var umhorfs við útrýmingarbúðir nasasta í Auschwitz í janúar árið 1945. Þá höfðu Sovétmenn frelsað fanga búðanna. AFP

Þýskir saksóknarar ákærðu í dag 94 ára fyrrverandi vörð í útrýmingarbúðunum í Auschwitz fyrir hlutdeild í morðum Með málinu er gerð úrslitatilraun til að sækja þátttakendur í helförinni til saka fyrir dómsstólum. 

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu saksóknara í Stuttgart var ákæran gefin út á hendur ónafngreindum manni sem er þýskur ríkisborgari. Hann er fæddur í Ruma sem tilheyrir Serbíu í dag. Maðurinn var nítján ára er hann hóf þjálfun sem vörður í útrýmingarbúðunum í  Auschwitz í Póllandi í október árið 1942. Hann var þar við störf á árunum 1942-1943 og studdi þar með útrýmingaraðgerðir sem þar fóru fram, að því er saksóknarar halda fram. 

„Á þessu tíma komu að minnsta kosti 15 lestir til útrýmingarbúðanna í Auschwitz og eftir komuna þangað var fólk þegar í stað valið úr eftir hæfni þeirra til vinnu,“ segja saksóknararnir. „Það er mat saksóknara að í það minnsta 13.335 af þessu fólki hafi verið úrskurðað vanhæft til vinnu og myrt í gasklefunum í Auschwitz-Birkenau.“

Ákæran var gefin út í Mannheim og þurfa dómstólar þar nú að ákveða hvort að málið fer fyrir dóm. Verði það niðurstaðan verður mál mannsins tekið fyrir unglingadómstól þar sem hann var unglingur er meint brot hans áttu sér stað. 

Yfir ein milljón manna, aðallega gyðingar, voru drepnir í útrýmingarbúðum nasista á árunum 1940-1945.

Kona skoðar sig um á sýningu um Auschwitz í Madrid ...
Kona skoðar sig um á sýningu um Auschwitz í Madrid á Spáni. Á veggnum er stór mynd af kvenföngum búðanna. AFP

Þjóðverjar hafa nú enn á ný hafið rannsóknir sem miða að því að koma þeim ódæðismönnum helfararinnar sem enn eru á lífi fyrir dóm. Í yfir sextíu ár hafðu Þjóðverjar aðeins saksótt nasista sem sannarlega tóku beinan þátt í morðunum. 

En árið 2011 komst dómstóll í Munchen að því John Demjanjuk hefði átt hlutdeild í morðum á gyðingum í Sobibor-búðunum þar sem hann hafði starfað sem vörður. Þar var komið fordæmi fyrir því að sækja fleiri til saka með sambærilegum hætti. Síðan þá hafa þrír fyrrverandi verðir í Auschwitz farið fyrir dóm í Þýskalandi.

Tveir þeirra, Reinhold Hanning og Oskar Groening, voru sakfelldir. Þeir eru nú báðir látnir. Máli þess þriðja, Hubert Zafke, var hins vegar vísað frá vegna kvartana um að dómararnir væru hlutdrægir.

mbl.is
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...