Höfða mál gegn Norður-Kóreu

Otto Warmbier í febrúar 2016.
Otto Warmbier í febrúar 2016. AFP

Foreldrar Ottos Warmbier, sem lést í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa verið leystur úr haldi stjórnvalda í Norður-Kóreu á síðasta ári, hafa höfðað mál gegn þarlendum ráðamönnum fyrir héraðsdómi í Washington.

Fram kemur í frétt AFP að málið sé höfðað fyrir héraðsdómi í Washington á þeim forsendum að Warmbier hafi verið fangelsaður eftir að hafa verið neyddur til þess að játa stuld á veggspjaldi þegar hann var í Norður-Kóreu sem ferðamaður í febrúar 2016.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sökuð um að hafa pyntað og myrt Warmbier. Málsóknin er lögð fram á viðkvæmum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu en unnið er að því meðal annars að skipuleggja fund leiðtoga ríkjanna tveggja.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór hörðum orðum um Norður-Kóreu og ráðamenn þar þegar mál Warmbiers stóð sem hæst en hefur síðan þá meðal annars lýst Kim Jong-un, leiðtoga landsins, sem mjög heiðvirðum manni. 

Fred Warmbier, faðir Ottos Warmbier.
Fred Warmbier, faðir Ottos Warmbier. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert