Nafnabreyting Makedóníu í uppnámi

Forsætisráðherra landsins og forsetinn eru ekki sammála um nafnabreytinguna.
Forsætisráðherra landsins og forsetinn eru ekki sammála um nafnabreytinguna. AFP

Forseti Makedóníu ætlar að neita að skrifa undir sögulegt samkomulag sem forsætisráðherra landsins og forsætisráðherra Grikklands náðu í gær um að breyta nafni landsins úr Makedóníu í Norður-Makedóníu. Deilur um nafnið á landinu hafa staðið yfir í 27 ár, en Grikkir hafa alltaf lagst gegn Makedóníu nafninu vegna þess að hérað í landi þeirra ber sama heiti. BBC greinir frá.

„Mín afstaða er endanleg og hún mun ekki breytast þrátt fyrir þrýsting, hótanir eða mútur,“ sagði Gjorge Ivanov, forseti Makedóníu í dag. Ivanov er mjög tengdur VMRO-DPMNE flokki þjóðernissinna sem voru þvingaðir frá völdum árið 2017. Hann hefur vald til þess að neita að skrifa undir samkomulagið, en þó ekki endanlegt.

Búist er við að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, skrifi formlega undir samkomulagið um helgina, en svo þarf makedónska þingið að kjósa um hvort það verði samþykkt. Verði nafnabreytingin samþykkt getur forsetinn neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að kjósa um hana aftur. Þá neyðist forsetinn til að skrifa undir.

Ríkisstjórnin þarf tvo þriðju hluta atkvæða þingsins til að samþykkja nafnabreytinguna, en ekki er öruggt að það takist án stuðnings þingmanna flokks þjóðernissinna, sem eru ólíklegir til að styðja hana.

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...