Vonast eftir samkomulagi fyrir mánaðamót

Salvini (t.v.) og Seehofer (t.h.) ræða við blaðamenn í borginni ...
Salvini (t.v.) og Seehofer (t.h.) ræða við blaðamenn í borginni Innsbruck í Austurríki í kvöld. AFP

Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, segist vonast til þess að ná samkomulagi við Ítali um málefni flóttamanna og farandfólks fyrir lok þessa mánaðar. Þetta sagði Seehofer við blaðamenn í borginni Innsbruck í Austurríki í kvöld eftir fund með Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu.

Ríkin tvö hefur greint á um flutning flóttafólks frá Þýskalands til Ítalíu, sem fyrsta komustaðar þeirra innan Evrópusambandins. Seehofer segir að embættismenn ríkjanna muni hittast „mjög fljótlega“ til að ræða málið, samkvæmt AFP-fréttaveitunni.

Að ná samkomulagi við Ítali um að taka aftur við hluta þeirra flóttamanna sem leita hælis í Þýskalandi er veigamikill þáttur í málamiðluninni sem Angela Merkel Þýskalandskanslari náði við Seehofer um innflytjendamál, en deilur þeirra tveggja um málefnið ógnuðu ríkisstjórnarsamstarfinu í Þýskalandi fyrir síðustu mánaðamót.

Matteo Salvini segir að hann og Seehofer hafi sömu markmið í málefnum flóttamanna og að þeir vilji báðir stuðla að færri komum og færri dauðsföllum á Miðjarðarhafi. Hann lagði einnig áherslu á það að hann vildi sjá ESB gera meira til þess að tryggja ytri landamæri sín, áður en Ítalir myndu samþykkja að taka við fleiri flóttamönnum.

„Áður en við tökum við einum einasta innflytjanda til Ítalíu viljum við að Evrópa verndi ytri landamæri sín. Þegar það raungerist, þá getum við talað um restina,“ sagði Salvini, sem sagðist einnig ætla að beita sér fyrir samkomulagi á milli ESB og ríkja í Afríku um að þau taki aftur við fólki sem ríki Evrópusambandsins vilji vísa burt.

mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Iðnaðar eða geymsluhúsnæði
Til leigu 140 fm húsnæði við Auðbrekku í Kóp, laust strax. leigist undir léttan...