Opna flutningaleiðina með skilyrðum

Sprengja springur á Gaza í fyrradg eftir að átök á …
Sprengja springur á Gaza í fyrradg eftir að átök á svæðinu blossuðu upp eina ferðina enn. AFP

Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að opna á ný flutningaleið fyrir varning til og frá Gaza í Palestínu á þriðjudag ef ró haldist á svæðinu. Þetta segir varnarmálaráðherra landsins. Flutningaleiðinni var lokað þann 9. júlí.

„Ef ástandið helst áfram í dag og á morgun eins og það var í gær þá munum við við leyfa starfsemi við Kerem Shalom að hverfa til fyrra horfs og fiskveiðisvæðin verða aftur eins og þau voru,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra, við blaðamenn í dag.  Kerem Shalom er nafn þess svæðis sem flutningar fara um. 

Lieberman lagði áherslu á að með ró á svæðinu hætti hann einnig við að hætta yrði að senda flugdreka og blöðrur með „eldsprengjur“ yfir landamæragirðingarnar frá Gaza til landbúnaðarsvæða handan þeirra í Ísrael.

Ísraelsk yfirvöld segja að hundruð gróðurelda hafi kviknað vegna þessa frá því í apríl. 

Á föstudag var samið um vopnahlé í kjölfar átaka sem brotist höfðu út enn einu sinni milli deiluaðila.

Flutningaleiðinni var lokað vegna eldsprengnanna að sögn Ísraelsmanna. Þau segja að þrátt fyrir lokunina hafi matar- og lyfjaflutningar verið heimilaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert