Átök í kjölfar mótmæla í Rúmeníu

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda víða í Rúmeníu í gær. Talið er að á bilinu 30 til 50 þúsund manns hafi komið saman til að mótmæla stjórnvöldum. Þar á meðal margir Rúmenar sem hafa snúið aftur heim eftir að hafa búið erlendis. 

Fram kemur á vef BBC, að hluti mótmælenda í höfuðborginni Búkarest hafi kastað flöskum og gangstéttarhellum í lögreglu. Hún brást við með því að beita táragasi, piparúða og sprauta vatni á fólk úr háþrýstidælum. 

Eldar loguðu í höfuðborginni í gær.
Eldar loguðu í höfuðborginni í gær. AFP

Um 100 mótmælendur þurftu á aðhlynningu að halda í kjölfarið auk þess sem um 10 lögreglumenn meiddust. 

Hópur mótmælenda reyndi einnig að brjótast inn í opinbera byggingu í höfuðborginni en lögreglan náði að koma í veg fyrir það.

AFP

Margir héldu á fánum ESB og Rúmeníu, börðu á trommur og hrópuðu slagorð.

Mótmælendurnir krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér. Þeir halda því einnig fram að stjórnvöld séu að reyna að veikja dómskerfið. Þá ríkir mikil reiði vegna lágra launa og rótgróinnar spillingar í landinu. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert