Myndband af hruni brúarinnar

Myndband hefur verið birt úr öryggismyndavélum frá tveimur mismunandi sjónarhornum þegar Morandi-brúin hrundi í ítölsku borginni Genúa í síðustu viku.

Í öðru þeirra sést þegar steinsteypan hrynur til jarðar, rétt eftir að borgarstarfsmaður hleypur þar fram hjá.

Alls hafa 43 fundist látnir eftir þennan mikla harmleik.

Úr öryggismyndavélunum.
Úr öryggismyndavélunum. AFP
mbl.is