SÞ vara við afleiðingum árásar á Idlib

Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í dag við mögulegri árás sýrlenskra stjórnvalda á eina hertekna hérað Sýrlands, Idlib, og nágrenni. Fréttastofa AFP greinir frá.

Talsmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum í Damascus sagði í samtali við AFP að árás gæti haft miklar og hörmulegar afleiðingar. „Við höfum áhyggjur af því að um 800.000 manns þyrftu að flýja, ef kæmi til átaka á þessu svæði. Einnig þyrftu mun fleiri á mannúðaraðstoð að halda, en margir þarfnast hennar nú þegar,“ sagði Linda Tom.

Idlib í Norðvestur-Sýrlandi, við landamæri Tyrklands, er eina héraðið sem er enn hertekið af umkringdum uppreisnarmönnunum. Íbúar í Idlib og nærliggjandi svæðum eru um þrjár milljónir en margir þeirra hafa nú þegar flúið frá öðrum landshlutum Sýrlands síðan átökin hófust árið 2011. Flestir íbúar þar reiða sig á nauðsynjavörur, s.s. mat og lyf, sem innflutt eru af Sameinuðu þjóðunum og hjálparsamtökum yfir tyrknesk landamæri.

„Mikið hættuástand gæti skapast í Idlib og nágrenni“

„Hjálparstarfsmenn sem starfa á þessu svæði gætu einnig þurft að flýja vettvang og það myndi skerða afhendingu hjálparinnar til þeirra sem þurfa mest á henni að halda,“ sagði Tom. Mikið hættuástand gæti skapast í Idlib og nágrenni.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hyggst endurheimta Idlib til þess að halda áfram þeim landvinningum sem hafa orðið á undanförnum mánuðum. Hann náði yfirráðum í kringum Damascus og í suðri, og þar með hefur hann yfirráð yfir um 2/3 hlutum landsins.

Mörg hundruð þúsund manns í Sýrlandi hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna uppreisnarmanna en talið er að um sex milljónir manns hafi yfirgefið heimili sín án þess að hafa flúið úr landi.   

Talsmenn öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York lýstu yfir talsverðum áhyggjum af örlögum íbúa Idlib á þriðjudag. Sérfræðingar hafa sagt að sýlenskar hersveitir gætu í staðinn ráðist í umfangsminni aðgerðir á útjöðrum Idlib en þar er búa nokkur hundruð þúsund manns.

Mörg hundruð þúsund íbúar í Idlib gætu þurft að yfirgefa …
Mörg hundruð þúsund íbúar í Idlib gætu þurft að yfirgefa heimili sín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert