Dó eftir að borða flugvallarsamloku

Natasha Ednan-Laperouse var 15 ára er hún lést.
Natasha Ednan-Laperouse var 15 ára er hún lést.

Stúlka með alvarlegt ofnæmi fyrir sesamfræjum lést eftir að hafa borðað baguette-samloku frá Pret a Manger á Heathrow-flugvelli, sem ekki var með nógu ítarlegri innihaldslýsingu.

Natasha Ednan-Laperouse, sem var 15 ára, missti meðvitund um borð í flugvél á leið frá Heathrow til Nice í júlí á síðasta ári. Hún lést innan nokkurra klukkutíma, þrátt fyrir að faðir hennar gæfi henni tvær sprautur með ofnæmispenna.

Málið fer nú fyrir dómstól í Vestur-London.

„Þetta er dagleg barátta og sársaukinn er ólýsanlegur,“ segir í yfirlýsingu frá Nadim Ednan-Laperouse, föður hennar. „Við erum nú þriggja manna fjölskylda og kona mín, sonur og ég erum að reyna að aðlagast lífinu án elsku stúlkunnar okkar.“

Forsvarsmenn Pret a Manger-keðjunnar segjast harma innilega lát Natöshu og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert