Fellibylurinn Willa stefnir á Mexíkó

Búist er við að Willa verði orðin fjórða stigs fellibylur …
Búist er við að Willa verði orðin fjórða stigs fellibylur er hún gengur á land í Mexíkó. Skjáskot/Bandaríska fellibyljastofnunin

Fellibylurinn Willa sækir nú í sig styrk og stefnir að Kyrrahafsströnd Mexíkó, þar sem búist er við að hún gangi á land á þriðjudag með mikilli úrhellisrigningu.

Bandaríska fellibyljastofnunin segir Wilmu, sem er þriðja stigs fellibylur, líklega til að ná styrk fjórða stigs fellibyls í nótt eða á morgun. Vindhraðinn er nú um 185 km/klst.

Willa var stödd um 400 km suðvestur af Jalisco-ríki í dag og hefur verið varað við að hún geti valdið lífshættulegum skyndiflóðum og aurskriðum er hún gengur inn á land í Jalisco, Nayarit og Sinaloa héraði.

Hitabeltisstormurinn Vicente, sem var úti fyrir suðurhluta Mexíkó í gær, er hins vegar tekinn að missa styrk og er ólíklegt að hann nái inn á land í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert