Auglýsir eftir nýra á Twitter

D'Onofrio greindist með nýrnabilun 18 ára og hefur verið með ...
D'Onofrio greindist með nýrnabilun 18 ára og hefur verið með gjafanýra frá því hún var 19 ára. Nú hefur líkami hennar hins vegar hafnað því nýra. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bresk kona auglýsir nú eftir gjafanýra á samfélagsmiðlinum Twitter, sem bjargað gæti lífi hennar. Konan, Joanne D'Onofrio, er 46 ára og frá Newcastle. Hún er nú í himnuskiljun eftir alvarleg veikindi.

D'Onofrio greindist með nýrnabilun 18 ára og hefur verið með gjafanýra frá því hún var 19 ára. Nú hefur líkami hennar hins vegar hafnað því nýra.

Um 27.000 manns hafa deilt Twitter-skilaboðum D'Onofrio og sagði hún í samtali við BBC að viðbrögðin væru mun meiri en hún hefði búist við. „Jafnvel þó að ég fái ekki nýra, þá kann að vera að það finnist nýra fyrir aðra. Mögulega komast mun fleiri í líffæraígræðslu bara vegna þessara einu Twitter-skilaðboða,“ sagði D'Onofrio.

„Ég er í mikill nauð fyrir nýrnaígræðslu og þarf á lifandi líffæragjafa að halda,“ sagði hún á Twitter. „Það er komið að leiðarlokum hjá mér, þannig að ég þarf að fá nýra fljótt til að bjarga lífi mínu.“

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...