Cohen í þriggja ára fangelsi

Michael Cohen.
Michael Cohen. AFP

Michael Choen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Áður en dómurinn var kveðinn upp gagnrýndi hann forsetann harðlega. Hann sagðist bera ábyrgð á glæpum sínum „þar á meðal þeim sem forseti Bandaríkjanna hefur verið bendlaður við“.

„Það var skylda mín að hylma yfir með hans sóðalegu verknuðum,“ sagði Cohen.

Lögmenn Cohen höfðu óskað eftir því að hann slyppi við fangelsisdóm eftir að hann játaði m.a. skattabrot, að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu og að hafa logið að Bandaríkjaþingi.  

Cohen var meðal annars ákærður fyrir að greiða tveimur konum sem hótuðu því meðan á kosningaherferð stóð vegna forsetakosninganna árið 2016 að segja opinberlega frá ástarsamböndum sínum með Trump.

mbl.is