Hetja afvopnaði árásarmanninn

Sjúkrabílar á leið að hlúa að særðum.
Sjúkrabílar á leið að hlúa að særðum. AFP

Ónafngreindum manni hefur verið lýst sem hetju vegna þess að honum tókst að ná skotvopni af hryðjuverkamanni sem ruddist inn í Linwood-moskuna í Christchurch í Nýja-Sjálandi.

Ástr­al­inn Brent­on Tarr­ant drap 41 í Al Noor-mosk­una en átta létust í árásinni í Linwood-moskunni í úthverfi ChristchurchLjóst er að í árás­un­um tveim­ur týndu 49 lífi og álíka marg­ir særðust, þar af tutt­ugu lífs­hættu­lega.

Syed Mazharuddin lifði árásina í Linwood- moskuna af og sagði í samtali við New Zealand Herald hvernig starfsmanni moskunnar hafi tekist að ná byssunni af árásarmanninum.

Mazharuddin segir að um 60 til 70 manns hafi verið við bænahald í moskunni þegar hann heyrði skothvelli. Fólk öskraði og Mazharuddin reyndi að leita skjóls þegar árásarmaðurinn kom inn um aðaldyrnar.

„Rétt fyrir innan sátu eldri hjón og maðurinn hóf skothríð á þau,“ sagði hann. Árásarmaðurinn var klæddur í skothelt vesti og skaut án afláts.

„Kona öskraði á hjálp en hann skaut hana í andlitið án þess að hika.“

Mazharuddin segir að starfsmanni moskunnar hafi tekist að fela sig bak við árásarmanninn þar sem honum tókst að ná taki á honum aftan frá, þangað til árásarmaðurinn missti takið á byssunni. Árásarmanninum tókst að flýja af vettvangi.

Annað vitni, Faisal Sayed, sagði að starfsmaðurinn væri hetja. „Fleiri hefðu dáið og ég myndi líklega ekki standa hér,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla. „Ég mun reyna að ná tali af honum.“

Frétt Sky News.

mbl.is
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vinar síns. 15 erindi ásamt áritaðr...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...