Öfgaflokkurinn Gulvestungar

Gulvestungar í Frakklandi.
Gulvestungar í Frakklandi. AFP

Ástralskur öfgaflokkur, sem meðal annars berst gegn því að innflytjendur fái að setjast að í Ástralíu, hefur formlega skipt um nafn og heitir núna Yellow Vest Australia. Ástæðan er sú að franska Gulvestunga-hreyfingin hefur veitt flokknum innblástur í baráttu sinni. Þingkosningar fara fram í Ástralíu í næsta mánuði.

Flokkurinn er lítill en hann hét áður Australian Liberty Alliance. Nafnabreytingin hefur verið samþykkt af kjörstjórn og segir formaður flokksins, Debbie Robinson, að kosningabaráttan hefjist af fullum þunga í næstu viku.

Hún segir að Gulvestungar í Frakklandi séu fulltrúar þeirra kjósenda sem hafa áhyggjur af alþjóðavæðingu, innflytjendum og versnandi lífskjörum.

„Við viljum fara með þessa hreyfingu af götunum og inn á þing. Við viljum verða fyrsta ríkið í heiminum sem það gerir,“ segir Robinson í myndskeiði á vef flokksins. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert