Snjór á sólareyjunni

Það brá mörgum í brún á frönsku eyjunni Korsíku í fyrradag þegar þeir vöknuðu og litu út um gluggann og snjór blasti við. Í maí eiga flestir von á sól og um 20 stiga hita á eyjunni í Miðjarðarhafinu.

Afar sjaldgæft er að það snjói í maí á Korsíku og segja veðurfræðingar að það nánast aldrei gerast. Um 30 sm jafnfallinn snjór var í fjallaþorpum eyjunnar og var ófært víða um fjallvegi.

Í fjallaskarði við Vizzavona mældist 25 sm jafnfallinn snjór á miðvikudagsmorguninn og var vegurinn á milli tveggja stærstu borga Korsíku, Ajaccio og Bastia, lokaður vegna snjóalaga um tíma. 

Aftur á móti er spáin fín fyrir daginn í dag og útlit fyrir að hitinn verði um og yfir 20 stig víða á Korsíku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert