Morsi hné niður í réttarsal og lést

Morsi var 67 ára gamall og hefur sætt fjölda ákæra ...
Morsi var 67 ára gamall og hefur sætt fjölda ákæra síðan hann var hrakinn úr forsetastól 2013. AFP

Fyrrverandi forseti Egyptalands, Mohammed Morsi, sem hrakinn var frá völdum af her landsins árið 2013, hné niður í réttarsal í dag samkvæmt þarlendum miðlum. Þaðan var hann fluttur á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Samkvæmt fréttastofu AFP hafði forsetinn fyrrverandi nýlokið 20 mínútna lögnum vitnisburði í máli þar sem hann er ákærður fyrir njósnir. Morsi var 67 ára gamall.

Í kjölfar valdaráns hersins 2013 fóru egypsk yfirvöld í herferð gegn múslímska bræðralaginu, en Morsi var meðal annars ákærður fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum Egyptalands og Katar til bræðralagsins, og hefur hann verið í gæsluvarðhaldi æ síðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.

EPA
mbl.is
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...