Þingforseti segir af sér

Forseti þjóðþings Georgíu hefur sagt af sér eftir fjölmenn mótmæli við þinghúsið í gærkvöldi. Ástæða mótmælanna var sú að rússneski þingmaðurinn, Sergei Gavrilov, fékk að ávarpa þingið í gær.

Forseti þingsins, Irakli Kobakhidze, ákvað í kjölfarið að segja af sér embættinu í samræmi við siðareglur sem flokkur hans, Draumaflokkurinn, hefur sett sér.

Talið er að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum við þinghúsið og slösuðust um 240 í átökum við lögreglu þegar mótmælendurnir reyndu að komast inn í þinghúsið. Óeirðarlögregla kom í veg fyrir að þeir kæmust inn og beitti til þess meðal annars táragasi og gúmmíkúlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert