„Þið hittið mig á leiðinni út“

Jóhann Karl I gamli Spánarkonungur og kona han Soffía með …
Jóhann Karl I gamli Spánarkonungur og kona han Soffía með barnabörn sín. AFP

Opin hjartaaðgerð sem Jóhann Karl I, fyrrverandi Spánarkonungur, gekkst undir nýverið gekk vel. Aðgerðin „gekk áfallalaust“ segir í upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Hann verður áfram undir eftirliti lækna á meðan hann jafnar sig eins og gengur eftir slíka aðgerð. 

Sonur hans Filippus virtist afslappaður þegar hann heimsótti föður sinn á sjúkrahúsið í fylgd móður sinnar, Soffíu. Filippus tók formlega við embætti föður síns fyrir fimm árum fljót­lega eft­ir að upp komst um meiri hátt­ar spill­ing­ar­fléttu sem Jó­hann Karl var sagður viðriðinn

„Þið hittið mig á leiðinni út,“ sagði Jóhann Karl I glaðlega við blaðamenn þegar hann mætti á sjúkrahúsið í aðgerðina í gær. Þetta er ekki fyrsta aðgerðin sem hann gengst undir um ævina. Í fyrra fór hann í aðgerð á hné og auk þess hefur hann farið nokkrar mjaðmaaðgerðir. 

Jóhann Karl I er 81 árs gamall og dró sig formlega í hlé frá opinberum störfum í sumar. Þrátt fyrir það hefur hann sést á hinum ýmsu opinberu viðburðum á þessu ári meðan annars á nautaati í Madrid og siglingakeppni í Finnlandi. 

Jó­hann Karl tók við embætti þegar Francisco Franco lést, sem var ein­ræðis­herra yfir Spáni 1936-1975. Franco tók ákvörðun­ina um að Jó­hann Karl tæki við, þannig að fyrst um sinn mælt­ist hann að von­um ekki vel fyr­ir meðal and­stæðinga Franco. Smám sam­an ávann hann sér þó traust þjóðar­inn­ar með því að hafa í heiðri lýðræðis­leg gildi. 

Jóhann Karl I gamli Spánarkonungur er kominn á níræðisaldur.
Jóhann Karl I gamli Spánarkonungur er kominn á níræðisaldur. AFP
mbl.is