Ríki íslams lýstu ábyrgð á mannskæðri árás

Að minnsta kosti 12 létust í árásinni.
Að minnsta kosti 12 létust í árásinni. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjuárás skammt frá mosku sjíta í borginni Karbala í Írak í gær. Í árásinni létust að minnsta kosti 12 og fimm til viðbótar særðust. Sprengjan sprakk um borð í strætó við landamærin norður af borginni. 

Einn maður var handtekinn grunaður um að hafa komið sprengjunni fyrir í ökutækinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.  

Írakar lýstu yfir sigri á hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams árið 2017 eftir þriggja ára blóðuga baráttu við öfgasinnaðra súnníta sem réðust á sjíta. Mik­ill meiri­hluti Íraka er sjít­ar.  

Undanfarið hafa öfgahópar beitt skæruárásum á ríkisbyggingar víða um landið, einkum við landamæri. Á síðustu árum hafa fáar árásir verið gerðar á moskur sjíta. Mannskæðasta árásin var fyrr í þessum mánuði þegar 30 létust og fjölmargir slösuðust í pílagrímsferð til borgarinnar heilögu. 

Fleiri hundruð sjítapílagrímar frá Írak, Íran og Indlandi halda áfram að streyma inn í suðurhluta borgarinnar í þessum mánuði vegna ashura, trú­ar­hátíðar síjamúslima.

Hópur sjíamúslima á trúarsamkomu.
Hópur sjíamúslima á trúarsamkomu. AFP
mbl.is