Sophie Gregoire-Trudeau með kórónuveiruna

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ásamt eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ásamt eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau. AFP

Sophie Gregoire-Trudeau, eiginkona Justins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada, hefur verið greind með kórónuveiruna. Hjónin hafa sætt sóttkví um nokkurn tíma eftir að í ljós kom að Sophie hafði átt í samskiptum við smitaðan einstakling á opinberri samkomu.

Skrifstofa forsætisráðherrans staðfesti þetta í gærkvöldi en fullyrt er að hann sé við góða heilsu. Þá eru einkenni eiginkonu hans sögð væg.

Fram kemur jafnframt í tilkynningu skrifstofunnar að ekki verði tekið sýni úr Justin Trudeau vegna kórónuveirunnar, en hann sýnir engin einkenni.

150 tilfelli kórónuveiru hafa verið staðfest í Kanada og eitt dauðsfall. Forsætisráðherrann heldur áfram að sinna skyldum sínum úr einangruninni og mun ávarpa þjóðina á morgun, laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert