Hjónabönd samkynhneigðra heimiluð í Kosta Ríka

Kosta Ríka varð í dag fyrsta ríkið í Mið-Ameríku sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Fátt var um fagnaðarlæti á götum úti vegna kórónuveirunnar en sérstök dagskrá var um réttindi hinsegin fólks í ríkissjónvarpi landsins og fyrsta brúðkaup fólks af sama kyni var haldið á netinu.

Forseti Kosta Ríka, Carlos Alvarado, sagði í sjónvarpsþættinum að þessi breyting á lögum muni hafa gríðarleg áhrif, bæði samfélagsleg sem og menningarleg og gefa þúsundum færi á að ganga í hjónaband. 

Kosta Ríka er áttunda ríkið í Ameríku sem viðurkennir hjónabönd fólks af sama kyni. Meðal annarra ríkja eru Argentína, Bandaríkin, Brasilía, Ekvador og Kanada.  

Árið 2018 komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra brytu gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur veitti þinginu 18 mánuði til þess að gera bragarbót á en þar sem þingmenn gerðu það ekki var fyrri lagagrein var felld úr gildi. 

AFP
mbl.is
Loka