Dánarorsök Floyd var köfnun

George Floyd, 46 ára svartur Bandaríkjamaður, kafnaði þegar lögreglumaður í Minneapolis kraup á hálsi hans í rúmlega átta mínútur síðasta mánudag.

Hann kafnaði þegar þrengt var að öndunarvegi hans og baki samkvæmt niðurstöðu krufningar sem fjölskylda Floyd lét framkvæma. 

Niðurstaða krufningarinnar er önnur en niðurstaða réttarlæknis. Samkvæmt niðurstöðu réttarlæknis voru engin merki um „áverka vegna köfunar eða kyrkingu.“

Sýrlensku listamennirnir Aziz Asmar og Anis Hamdoun minnast George Floyd.
Sýrlensku listamennirnir Aziz Asmar og Anis Hamdoun minnast George Floyd. AFP

„Dánarorsök er að mínu mati köfnun, vegna þrengingu að öndunarvegi sem hefur áhrif á flæði súrefnis til heila og þrengingu að baki sem hefur áhrif á öndunargetu,“ segir í niðurstöðu Michael Baden, fyrrverandi réttarlæknis í New York, sem var ráðin af fjölskyldu Floyd.

Hörð og blóðug mótmæli hafa brotist út víða um Bandaríkin á síðust dögum í kjölfar dauða Floyd. Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur verið handtekinn, en hann þrengdi að öndunarvegi Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í meira en átta mínútur. 

Mótmælaaldan hófst í Minneapolis og hefur breiðst út um Bandaríkin öll á síðustu dögum. Víða er í gildi útgöngubann og lögregla hefur beitt táragasi og blossahvellsprengjum. Rúmlega 4.400 mótmælendur hafa verið handteknir. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert