Segir demókrata „reyna að stela kosningunum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti í Norður-Karólínu í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti í Norður-Karólínu í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti var formlega tilnefndur frambjóðandi repúblikana þegar atkvæði voru lesin upp á flokksþingi repúblikana í Norður-Karólínu í dag. Þingið var smærra í sniðum en vant er vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Í ræðu sinni í kjölfar tilnefningarinnar fordæmdi Trump demókrata fyrir að þrýsta á aukið aðgengi að póstkosningum. Hann sagði það hvorki sanngjarnt né rétt. 

„Þeir nota COVID til að svíkja bandarísku þjóðina um sanngjarnar og frjálsar kosningar. Þeir eru að reyna að stela kosningunum,“ sagði Trump og bætti við: „Ekki leyfa þeim að taka [kosningarnar] frá ykkur.“

Trump hafði áður gefið út að hann myndi færa þinggestum upplífgandi og jákvæð skilaboð á flokksþinginu. 

Mike Pence á flokksþingi repúblikana sem hófst í dag.
Mike Pence á flokksþingi repúblikana sem hófst í dag. AFP

Pence: Bandaríkjamenn þurfa fjögur ár af Trump í viðbót

Þá endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um það að ef Joe Biden, frambjóðandi demókrata, yrði forseti Bandaríkjanna myndi ofbeldi breiðast um Bandaríkin. Þá varaði hann við því að demókratar leituðust við að breyta skotvopnalöggjöf og amerískri orkuframleiðslu.

„Eina leiðin fyrir þau til að taka þessar kosningar af okkur er með því að stunda kosningasvindl,“ sagði Trump um demókrata.

Varaforsetinn Mike Pence ávarpaði einnig salinn og sagði að Bandaríkjamenn þyrftu „fjögur ár í viðbót af Donald Trump í Hvíta húsinu“.

Frétt CNN

Frétt NBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert