Kallaði Trump „loftslags-brennuvarg“

Joe Biden, forsetaframbjóðandi bandaríska Demókrataflokksins, segir að andstæðingur hans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé „loftslags-brennuvargur“ sem neiti að taka hlýnun jarðar alvarlega.

Hann telur að Trump muni gera ástandið illt verra ef hann nær endurkjöri í nóvember en miklir skógareldar hafa geisað í Kaliforníu að undanförnu.

„Ef þú gefur loftslags-brennuvargi fjögur ár í viðbót í Hvíta húsinu, hvers vegna ætti það þá að koma nokkrum á óvart ef Ameríka heldur áfram að loga?“ sagði Biden og gagnrýndi Trump fyrir að vilja ekki bera neina ábyrgð á skógareldunum í Kaliforníu.

„Við þurfum á forseta að halda sem ber virðingu fyrir vísindum og skilur að skaðinn af völdum loftslagsbreytinga er nú þegar til staðar,“ bætti hann við.

Joe Biden ræðir við fréttamenn.
Joe Biden ræðir við fréttamenn. AFP
Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert