Vissu af svindli en gerðu ekkert

HSBC er stærsti banki Bretlands.
HSBC er stærsti banki Bretlands. AFP

HSBC, stærsti banki Bretlands, hefur orðið uppvís um að leyfa svikahröppum að færa milljónir Bandaríkjadala milli banka eftir að upp komst að um svindl væri að ræða.

 BBC greinir frá.

Árin 2013 og 2014 heimilaði HSBC millifærslur upp á 80 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar um 10 milljörðum kr., frá útibúum HSBC í Bandaríkjunum yfir á reikninga bankans í Hong Kong.

Þegar HSBC heimilaði færsluna hafði bankinn þegar tilkynnt bandaríska fjármálaeftirlitinu um að grunur léki á að um mögulegt Ponzi-svindl væri að ræða.

Lögfræðingar fórnarlamba svindlsins hafa sagt að bankinn hefði átt að bregðast fyrr við með því að loka reikningum svindlaranna.

Tilkynntu svindlið þrisvar

Svindlið sem um ræðir hefur verið kallað hinu óþjála nafni WCM777, en forsprakki þess, hinn kínverski Ming Xu, sagðist vera yfirmaður hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka sem gæti tvöfaldað fjárfestingar fólks á 100 dögum.

Bankinn vissi af WCM777 svindlinu í september 2013, en lokaði …
Bankinn vissi af WCM777 svindlinu í september 2013, en lokaði ekki reikningum svindlaranna. AFP

Fjölmargir féllu fyrir svindlinu, þar á meðal fjárfestirinn Reynaldo Pacheco sem var myrtur í tengslum við svindlið í apríl 2014.

HSBC bankanum var fyrst gert viðvart um svindlið í september 2013. Bankinn senda bandaríska fjármálaeftirlitinu þrjár tilkynningar um svindlið á árunum 2013 og 2014, en heimilaði millifærslurnar engu að síður.

HSBC hefur fullyrt að bankinn hafi uppfyllt sínar lagalegu skyldur í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert