„Skyndipróf“ hvetji til ferðalaga

Flugvél á flugi yfir Heathrow-flugvelli.
Flugvél á flugi yfir Heathrow-flugvelli. AFP

Heathrow-flug­völl­ur í Lund­ún­um hefur tekið upp skyndiski­man­ir fyr­ir Covid-19 á flug­vell­in­um þar sem niðurstöður úr prófi koma innan klukkustundar. Er þetta gert til að liðka fyrir ferðalög­um og viðskipt­um.

Farþegar munu þurfa að greiða 80 pund, jafnvirði um 14.400 íslenskra króna, fyrir prófið. Fyrst um sinn er það eingöngu í boði fyrir farþega á leið til Ítalíu og Hong Kong.

Farþegar munu þurfa að skrá sig í væntanleg „skyndipróf“ á netinu áður en þeir koma á flugvöllinn.

Framleiðendur segja að með þessu sé mikilvægt skref tekið til að koma krafti í flugsamgöngur og hvetja fólk til ferðalaga.

Í frétt AFP kemur fram að Ítalía og Hong Kong krefji farþega um neikvætt Covid-19-próf og því taki farþegar á leið þangað „skyndiprófin“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert