Bjartsýnn á fríverslunarsamning

Utanríkisráðherra Taívan er til vinstri á myndinni.
Utanríkisráðherra Taívan er til vinstri á myndinni. AFP

Utanríkisráðherra Taívan, Joseph Wu, kveðst bjartsýnn á að samkomulag náist um fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Taívan. Unnið hefur verið að samkomulagi milli ríkjanna undanfarin ár. 

Stjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur átt í viðræðunum en utanríkisráðherra Asíulandsins telur að þrátt fyrir stjórnarskipti verði hægt að koma á samkomulagi. Slíkt muni þó betur koma í ljós við embættisskiptin í janúar. 

Í ágústmánuði dró Taívan úr takmörkunum á innflutningi nauta- og svínakjöts frá Bandaríkjunum. Takmarkanirnar höfðu áður verið mikil hindrun í viðræðum landanna. 

Á ráðstefnu er  haldin var í höfuðborg Taívan, Tapei, greindi utanríkisráðherra landsins frá stuðningi við minni takmarkanir á umræddan innflutning. Eru vonir nú bundnar við að samningar náist loks. 

mbl.is