Nánast öllu lokað í Kaliforníu

AFP

Yfir 20 milljónir íbúa Suður-Kaliforníu eru komnir í útgöngubann nema brýna nauðsyn beri til á sama tíma og staðfestum smitum í ríkinu fjölgar hratt og sjúkrahús eru að yfirfyllast vegna sjúklinga með Covid-19.

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, kynnti í síðustu viku nýjar og hertar sóttvarnareglur í ríkinu sem fela meðal annars í sér að allt samkomuhald er bannað og ekkert sem er ekki nauðsynlegt er bannað.

Samkvæmt nýjum reglum er nánast allri atvinnustarfsemi hætt og fólki sem ekki býr á sama heimili bannað að hittast. Barir og persónuleg þjónusta, svo sem hárgreiðslustofur, hafa lokað tímabundið og veitingastaðir mega aðeins selja mat frá sér, það er heimsendingar eða til að taka með sér heim.

Skemmtikraftar skemmta nú í gegnum Zoom í Los Angeles því …
Skemmtikraftar skemmta nú í gegnum Zoom í Los Angeles því ekki má fara út úr húsi að óþörfu. AFP

Þegar Newsom kynnti breytingarnar sagði hann að þær myndu taka gildi þegar nýting á gjörgæsludeildum væri komin yfir 85% og það gerðist í gær í Suður-Kaliforníu og San Joaquin-dalnum. Því tóku hertar reglur gildi þar á miðnætti og gilda í þrjár vikur hið minnsta. 

Ferðalög að nauðsynjalausu eru bönnuð alls staðar í Kaliforníu og hótel mega ekki lengur taka á móti ferðamönnum. Allar skrifstofur eru lokaðar og heimavinna skilyrði sé þess nokkur kostur. Verslanir mega taka á móti viðskiptavinum sem nemur 20% af áætluðum fjölda að hámarki og aðeins hluti af skólum má taka á móti nemendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert