Hin alræmda R.B.G.

Ein stærsta dánarfregn vestanhafs árið 2020 voru tíðindin af andláti Ruth Bader Ginsburg dómara við hæstarétt Bandaríkjanna til 27 ára. Hún var gjarnan þekkt sem „Notorious R.B.G.“ á meðal aðdáenda sinna en fáir eru taldir haft meiri áhrif við jafna rétt kynjanna í Bandaríkjunum. 

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni er skautað yfir æviskeið Bader Ginsburg sem ólst upp í New York á fyrri hluta síðustu aldar og lést í september, 87 ára að aldri . Fjallað er um mál sem hún sótti á lögmannsferli sínum sem höfðu mikið fordæmisgildi í bandarísku réttarkerfi. Viðmælendur segja frá lykilaugnablikum á ferlinum og hlutverk hennar í opinberu starfi.

Umfjöllunin er hluti af uppgjöri New York Times á árinu þar sem rýnt er í nokkur fréttamál sem skópu árið. Þar er Kórónuveirufaraldurinn í stóru hlutverki ásamt atburðum í bandarísku þjóðlífi en ýmislegt fleira er til skoðunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert