Bjargað eftir 14 klukkustundir í sjónum

Skipverjinn greip í bauju og tókst þannig að halda sér …
Skipverjinn greip í bauju og tókst þannig að halda sér á lífi. Ljósmynd/Joseph Greve/Unsplash

Skipverja sem féll fyrir borð tókst að halda lífi með því að ná taki á „hluta af sjávarrusli“, sagði sonur hans.

Vidam Perevertilov eyddi fjórtán klukkustundum í sjónum eftir að hann féll fyrir borð af vöruflutningaskipi í Kyrrahafi snemma morguns.

Skipverjinn, sem er 52 ára, var ekki í björgunarvesti. Hann segir ákvörðun sína um að synda í átt að „svörtum bletti“ þó nokkra kílómetra í burtu hafa bjargað lífi sínu.

Í ljós kom að „svarti bletturinn“ reyndist vera bauja sem hann hélt sér í þangað til honum var bjargað, að sögn BBC.

„Hann leit út fyrir að vera um 20 árum eldri og mjög þreyttur en hann var á lífi,“ sagði sonur hans Marat við nýsjálensku fréttasíðuna Stuff.

Perevertilov er litháenskur vélstjóri Silver Supporter, sem var á leið frá Tauranga á Nýja-Sjálandi til Pitcairn, sem er á bresku yfirráðasvæði.

mbl.is