Keyrði inn í gleðigöngu í Flórída

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. AFP

Ökumaður pallbíls keyrði inn í hóp af fólki sem safnast hafði saman í gleðigöngu í Suður-Flórída í gær. Varð hann einum manni að bana og særði annan, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á staðnum.

Lögregla rannsakar nú hvort um viljaverk hafi verið að ræða, en atvikið átti sér stað í litlum bæ nærri Fort Lauterdale. Pallbíllinn hafði verið á meðal annarra bíla í göngunni þegar ökumaðurinn gaf í með þessum afleiðingum.

Lögreglan rannsakar hvort ökumaðurinn hafi gert þetta viljandi.
Lögreglan rannsakar hvort ökumaðurinn hafi gert þetta viljandi. AFP

Bæjarstjóri Fort Lauderdale, Dean Trantalis, sagðist í gær telja að ökumaðurinn hefði viljandi keyrt á fólkið.

„Þetta var árás hryðjuverkamanns á LGBT-samfélagið,“ sagði bæjarstjórinn í gær.

Ökumaðurinn er í haldi lögreglu.

mbl.is