Mannskætt rútuslys

Eins og sjá má brann rútan til kaldra kola.
Eins og sjá má brann rútan til kaldra kola. AFP

Að minnsta kosti 45 eru látnir eftir að eldur kom upp í rútu í vesturhluta Búlgaríu í nótt. Börn eru á meðal þeirra sem létust.

Samkvæmt frétt AFP er ekki vitað nákvæmlega hvað gerðist en rútan ók utan í vegrið og varð alelda.

Atvikið varð um klukkan tvö í nótt að staðartíma á hraðbraut um 40 kílómetra suður af höfuðborginni Sofiu.

Lögreglustjórinn Stanimir Stanev greindi frá því að 12 þeirra sem létust hafi verið yngri en 18 ára. 

Sjö farþegar komust lífs af og voru þeir fluttir með alvarleg brunasár á nærliggjandi sjúkrahús.

mbl.is