Texas kærir Biden-stjórnina

Þingkonan Beth Van Duyne segir grímur í flugvélum vera óþarfar.
Þingkonan Beth Van Duyne segir grímur í flugvélum vera óþarfar. AFP

Ríkissaksóknari í Texas lagði fram kæru á hendur ríkisstjórn Biden í dag vegna grímuskyldu stjórnvalda sem krefst þess að grímur séu bornar á flugvöllum, í flugvélum og í öðrum ferðamáta.

Guardian greinir frá.

Ken Paxton dómsmálaráðherra Texas og þingkonan Beth Van Duyne kærðu málið sameiginlega. Verið er að láta reyna á lögmæti reglna Sótt­varna­stofnunar­ Banda­ríkj­anna (CDC) um grímur í samgögnum. 

Reglurnar hafa verið í gildi síðan í febrúar 2021 og renna út 18. mars.

„Grímur í flugvélum eru óþarfar,“ tísti Van Duyne. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert