Trump, Ivanka og Donald kölluð til yfirheyrslu

Donald yngri, Donald Trump og Ivanka.
Donald yngri, Donald Trump og Ivanka. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur af börnum hans hefur verið gert að mæta fyrir rétt í New York vegna rannsóknar á viðskiptaháttum þeirra. Þar munu þau þurfa að svara spurningum í yfirheyrslu.

Letita James, ríkissaksóknari í New York, höfðaði málið gegn Trump og börnum hans, Donald yngri og Ivönku, í lok síðasta árs. Sakar James Trump og börn hans um að hafa stundað ólögmæta viðskiptahætti í gegnum Trump stofnunina.

Er henni gefið að sök að hafa fengið skattaívilnanir og lán með sviksamlegu eða villandi eignamati.

Trump segir kerfið spillt, dómari segir gögn benda til mögulegra brota

Trump neitar ásökununum og er viðbúið að hann muni áfrýja niðurstöðunni um að hann þurfi að mæta fyrir dóm með börnum sínum. 

Í yfirlýsingu til BBC frá Trump stofnuninni um málið segir: „Kerfið í heild sinni er spillt.“ Trump hefur sagt um nornaveiðar að ræða og að pólitískar hvatir séu fyrir málshöfðuninni. 

Arthur Engoron, hæstaréttardómari í New York, sagði aftur á móti í gær að rannsókn James hafi leitt í ljós að tilefni sé til að rannsaka enn frekar hugsanleg svik og að á grundvelli þeirra gagna sem hún hefði aflað hefði hún skýran rétt til þess að yfirheyra forsetan fyrrverandi og börn hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert