300 yfirgefa verksmiðju í Maríupol

Fjöldi manns hefur yfirgefið verksmiðjuna.
Fjöldi manns hefur yfirgefið verksmiðjuna. AFP

Allir eldri íbúar, konur og börn hafa yfirgefið Azovstal-stálverksmiðjuna í Maríupol, sem hefur verið hernumin af Rússum. Telja þau samtals um 300. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hófu þessar aðgerðir fyrir viku síðan en hafa ekki staðfest það, að sögn fréttastofu BBC.

Rússar hafa neitað að hleypa úkraínskum bardagamönnum í verksmiðjunni á brott nema þeir leggi niður vopn en því hafa úkraínskar hersveitir neitað. Úkraínskir hermenn halda sig í hluta verksmiðjunnar sem er ekki undir stjórn Rússa.

Rússar nefna lægri tölu

Ekki er alveg ljóst hvert almennum borgurum var beint en varaforsætisráðherra Úkraínu Iryna Vereshchuk segir að þessum hluta björgunaráætlunarinnar sé lokið. Dæmi eru um að það taki marka daga fyrir borgara að komast á svæði sem eru ekki hernumin af Rússum. 

Selenskí forseti Úkraínu sagði að yfir 300 íbúum hafi verið bjargað úr verksmiðjunni en rússnesk yfirvöld segja að 51 manns hafi verið bjargað á þriggja daga tímabili. Það skiptir Rússa miklu máli að ná Maríupol á sitt vald enda væri þar með hægt að ná brú milli Krímsskagans og Donbass-svæðisins, auk þess að eftirláta Rússum yfir 80% af strandlengju landsins að Svartahafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert