Íslendingur í Havana: „Fólk er auðvitað í sjokki“

Minnst átján hafa látið lífið.
Minnst átján hafa látið lífið. AFP/Adalberto Roque

Íslendingur sem búsettur er í Havana, höfuðborg Kúbu, segir íbúa borgarinnar skelkaða eftir sprenginguna í dag. Tala látinna fer hækkandi en nú eru minnst tuttugu og tveir látnir.

„Ég bý þarna sirka 200 metrum frá eða minna. Ég var sem betur fer ekki nálægt þegar þetta gerðist en ég geng þarna fram hjá oft á dag. Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ég hefði átt venjulegan morgun og tekið minn göngutúr sem hefði einmitt verið þarna á þessum tíma,“ segir Björn Halldórsson í samtali við mbl.is, en hann ver fjórum til fimm mánuðum á ári á Kúbu.

Björn Halldórsson eru staddur í Havana.
Björn Halldórsson eru staddur í Havana. Ljósmynd/Aðsend

Enn verið að taka lík úr rústunum

Sprengingin átti sér stað á fimm stjörnu hótelinu Hót­el Sara­toga. Að sögn Björns hefur hót­elið verið lokað síðan Covid-19 heimsfaraldurinn skall á en til hafi staðið að opna það aftur eftir þrjá daga, þann 10. maí.

Í næsta húsi við hótelið er skóli en kúbverskir miðlar hafa greint frá því að börn séu meðal þeirra særðu.

„Fólk er auðvitað í sjokki. Það er ennþá verið að taka lík úr rústunum. Þetta eru bara hlutir sem maður vill ekki hugsa um,“ segir Björn.

Sprengingin var heldur öflug.
Sprengingin var heldur öflug. AFP/Adalberto Roque
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert