Þrír eru látnir og þrír alvarlega særðir

Søren Thomassen yf­ir­lög­regluþjónn.
Søren Thomassen yf­ir­lög­regluþjónn. Emil Helms / Ritzau Scanpix / AFP

Þrír létust og þrír til viðbótar særðust alvarlega í skotárásinni í Kaupmannahöfn í kvöld. Þetta sagði Søren Thomassen yf­ir­lög­regluþjónn á blaðamanna­fundi rétt í þessu.

Einn hinna látnu er maður á fimmtugsaldri og hinir tveir einstaklingarnir eru ungmenni.

22 ára gamall Dani var handtekinn rétt hjá verslunarmiðstöðinni með riffil og önnur vopn á sér. Að sögn Thomassen vissi lögreglu af honum, en ekki fyrir neitt sérstakt. 

Þá vildi hann ekki segja til um hvort árásarmaðurinn hefði byssuleyfi eða æfði skotfimi.

Meintur árásarmaður verður yfirheyrður á morgun, allt bendir til að hann hafi verið einn að verki. Þá bendir ekkert til þess að árásin hafi verið gerð vegna kynþáttahaturs. 

Thomassen sagði að um skelfilegan atburð væri að ræða. 

Þrír eru látnir.
Þrír eru látnir. Olafur Steinar Gestsson / Ritzau Scanpix / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert