Kaupmannahöfn breytt á sekúndubroti

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í dag. 

„Danmörk varð fyrir grimmilegri árás á sunnudagskvöld. Nokkrir voru drepnir. Enn fleiri særðir. Saklausar fjölskyldur að versla eða borða. Börn, unglingar og fullorðnir,“ sagði í yfirlýsingu Frederiksen.

Hún sendi þeim sem hefðu misst ástvin samúðarkveðjur ásamt þeim sem særðust og „og til allra Dana sem urðu vitni að þessum hræðilegu atburðum.“

„Ég hvet Dani til að standa saman og styðja hvorn annan á þessum erfiða tíma. Við höfum öll verið rifin á hrottalegan hátt út úr bjarta sumrinu sem við vorum nýbyrjuð á. Það er óskiljanlegt.“

Þá sagði Frederiksen að „öruggu og fallegu“ höfuðborg Dana hefði verið breytt á sekúndubroti. 

Hún þakkaði viðbragðaðilum fyrir sín störf.  „Að lokum vil ég hvetja alla til að fylgja áfram fyrirmælum yfirvalda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert