Katrín sendir Dönum samúðarkveðjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands sendir Dönum samúðarkveðju á samfélagsmiðlinum Twitter og segir Íslendinga standa með frændum sínum í Danmörku.

Eins og greint hefur verið frá var skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í dag þar sem nokkrir létust. Árásarmaðurinn er 22 ára Dani og er nú í haldi lögreglu. 

Í kveðju Katrínar á Twitter sem er á dönsku segir:

„Hræðilegar fréttir frá Kaupmannahöfn í kvöld þar sem mannslíf tapast vegna óskiljanlegs og tilgangslauss ofbeldis. Danska þjóðin er í huga Íslendinga í dag. Við stöndum með ykkur.“

Tístið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

mbl.is