Telja að 36 hafi látist í mótmælunum

Mótmælendur brenna rusl í höfuðborginni Tehran.
Mótmælendur brenna rusl í höfuðborginni Tehran. AFP

Talið er að a.m.k. 36 hafi látið lífið í mótmælunum í Íran sem brutust út í kjölfar þess að hin 22 ára Mahsa Am­ini lést eft­ir hafa verið hand­tek­in fyr­ir að klæðast höfuðslæðu á „óviðeig­andi“ hátt.

Opinber tala látinna fór upp í a.m.k. 17 í gær en samkvæmt heimildarmönnum Miðstöðvar mannréttinda í New York var talan þó mun hærri. Þá sagði einnig í tísti frá þeim að það mætti búast við að fjöldi látinna myndi hækka.

„Þjóðarleiðtogar verða að setja þrýsting á stjórnvöld í Íran að leyfa mótmælin án þess að beita banvænum aðgerðum.“

Frá því að Amini var úrskurðuð látin, þremur dögum eftir að hafa verið handtekin af lögreglu, hafa mótmælin breiðst út í landinu. Þar á meðal í Tehran, höfuðborginni.

„Ríkisstjórnin hefur brugðist við með skotfærum, byssum og táragasi, samkvæmt myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hafa einnig sýnt blæðandi mótmælendur,“ sagði í yfirlýsingu miðstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert