Níu látnir eftir flóð í Jóhannesarborg

Jóhannesarborg er í Suður-Afríku.
Jóhannesarborg er í Suður-Afríku. Ljósmynd/Wikipedia.org

Níu létust þegar skyndiflóð varð í kjölfar mikillar rigningar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn leita enn að týndu fólki.

Hin látnu voru á meðal 33 tilbiðjenda sem tóku þátt í trúarathöfn á bökkum Jukskei árinnar þegar slysið varð.

„Tveir sópuðust burt og er staðfest að þeir hafi látist á vettvangi,“ sagði Robert Mulaudzi, talsmaður neyðarþjónustunnar í Jóhannesarborg í dag.

„Við héldum leitinni áfram og höfum fundið sjö önnur lík,“ bætti hann við.

mbl.is