Tveir látnir eftir hnífsstunguárás í lest

Tveir eru látnir og fimm særðir eftir árásina.
Tveir eru látnir og fimm særðir eftir árásina. AFP

Tveir eru látnir og fimm særðir eftir hnífsstunguárás í Slésvík-Holtsetalandi í norðurhluta Þýskalands rétt fyrir klukkan þrjú í dag.

Maður sem er grunaður um ódæðið hefur verið handtekinn. Lestin var á leið til bæjarins Brokstedt, þar sem um 2.000 manns búa, norður af Hamborg og suður af Kiel. Þegar lestin nam staðar í Brokstedt var hinn grunaði handtekinn.

Þetta staðfestir Sabine Sütterlin-Waack, innanríkisráðherra Slésvíkur-Holtsetalands, í samtali við þýsku fréttaveituna dpa, að því er fram kemur á þýska fréttavefnum Deuche Welle.

Stöðinni var lokað og eru viðbragðsaðilar þar að störfum. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til og er líðan hinna særðu enn óljós.

Viðbraðgsaðilar að störfum í Brokstedt.
Viðbraðgsaðilar að störfum í Brokstedt. AFP
mbl.is