Þrír látnir eftir sprengjuárás Rússa í Kerson

Tala látinna í Úkraínu vegna innrásar Rússlands hækkar enn.
Tala látinna í Úkraínu vegna innrásar Rússlands hækkar enn. AFP

Þrír almennir borgarar, sem allir voru fullorðnir og úr sömu fjölskyldu, létust eftir sprengjuárás Rússa á borgina Kerson í Úkraínu í dag.

Loftskeytið hafnaði í bakgarði fjölskyldunnar í þorpinu Burgunka fyrir sunnan Kerson. Fjórir slösuðust í sprengingunni, þar með talið tvö börn. Átta ára strákur slasaðist sömuleiðis í annarri sprengingu í sama þorpi í dag.

Rússneski herinn þurfti að draga herlið sitt úr Kerson í nóvember á síðasta ári, þegar her Úkraínu bar sigur úr býtum á þeirri vígstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert