19 látnir eftir að rúta fór út af vegi

Slökkviliðsmenn við störf á vettvangi.
Slökkviliðsmenn við störf á vettvangi. AFP

Að minnsta kosti 19 létust og 25 slösuðust þegar rútu var ekið út af vegi í Bangladess. Bílstjórinn missti stjórn á rútunni að morgni dags að staðartíma sem varð til þess að rútan féll niður af hraðbraut.

Að minnsta kosti tólf eru alvarlega slasaðir en farþegarnir voru sendir á sjúkrahús í höfuðborginni Dakka til aðhlynningar.

Nærri 10 þúsund andlát vegna bílslysa í fyrra

Mannskæð bílslys eru sérlega algeng í Bangladess en það má meðal annars rekja til gamalla innviða og bílaflota. Þá er einnig illa staðið að kennslu ökumanna, að því er fram kemur í frétt AFP um málið. 

Samkvæmt hagsmunasamtökum farþega í Bagladess létust 9.951 í bílslysum þar í landi á síðasta ári.

Fjöldi fólks kom saman við slysstað.
Fjöldi fólks kom saman við slysstað. AFP
mbl.is