Lands­kjör­stjórn tók á móti gögnum DeSantis

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ásamt konu sinni Casey DeSantis.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ásamt konu sinni Casey DeSantis. AFP/Giorgio Viera

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur skilað nauðsynlegum framboðsskjölum til landskjörstjórnar í Bandaríkjunum og hefur nú hafið baráttuna um það að verða frambjóðandi Repúblikana til forseta.

Þessu er greint frá á vef BBC.

DeSantis er talinn vera einn sterkasti mótframbjóðandi Trump innan flokksins en níu Repúblikanar, að Trump meðtöldum, hafa gefið kost á sér í hásæti Hvíta hússins.

Frambjóðendurnir eru eftirfarandi:

  • Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída
  • Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu
  • Vivek Ramaswamy, milljarðamæringur, tæknifrumkvöðull og rithöfundur
  • Ryan Binkley, frumkvöðull og prestur
  • Larry Elder, fjölmiðlamaður
  • Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas
  • Perry Johnson, kaupsýslumaður og rithöfundur
  • Tim Scott, þingmaður öldungadeildar
Elon Musk og Ron DeSantis munu ræða saman á Twitter …
Elon Musk og Ron DeSantis munu ræða saman á Twitter Space í kvöld. AFP

Búist er við því að DeSantis muni tilkynna framboð sitt með hefðbundnari hætti á Twitter Space-viðburði með eiganda samfélagsmiðilsins Elon Musk, klukkan 22.00 í kvöld. Space eru opin rými á Twitter þar sem hægt er að tala saman í gegnum sérstaka hljóðrás. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert