Biðjast afsökunar á spillingu lögreglunnar

Vandi hvert sem litið er.
Vandi hvert sem litið er. AFP/Henty Nicholls

Lögreglan í London hefur nú beðist afsökunar á framgangi sínum í máli rannsóknarlögreglumanns sem var myrtur með exi árið 1987. Talið er að hann hafi verið nærri því að afhjúpa eiturlyfjahring sem spilling innan lögreglunnar tengdist.

Fjölskyldu lögreglumannsins hafa nú verið greiddar skaðabætur sem talið er að séu upp á tvær milljónir punda eða rúmlega 350 milljónir króna. 

Lögreglumaðurinn var 37 ára tveggja barna faðir þegar hann fannst látinn á bílastæði fyrir utan krá í London með öxi í höfðinu.

Fordómafullar karlrembur

Lögreglan í London hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu árum. Fyrir tveimur árum leiddi rannsókn í ljós að lögreglan hafði kerfisbundið forgangsraðað orðspori sínu fremur en að fletta ofan af málum.

Þá hafi einnig komið í ljós að spilling átti stóran þátt í því hvernig rannsókn málsins frá árinu 1987 fór fram en enginn hafi verið ákærður í málinu síðan það kom upp.

Til að bæta gráu ofan á svart hafi rannsókn leitt í ljós í mars á þessu ári að lögregluliðið sé rasískt, fordómafullt gagnvart hinsegin fólki og sýni karlrembuhegðun. Einnig hafi komið í ljós að 1,071 lögreglumaður innan liðsins sé til rannsóknar vegna heimilisofbeldis eða ofbeldis gagnvart konum og stúlkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert