Sameinuð eftir sprenginguna í Beirút

Parið William Noun og Maria Fares eiga það sameiginlegt að hafa misst systkin þegar gríðarlega kröft­ug spreng­ing varð á hafn­ar­svæðinu í Beirút, höfuðborg Líb­anons, þann 4. ágúst, 2020. Var það missirinn sem sameinuðu þau og nú eru þau trúlofuð.

William Noun er 28 ára en hann missti bróður sinn, Joe Noun, þann örlagaríka dag. Fares missti systur sína þann sama dag. Joe og systir Fare voru bæði í hópi tíu slökkviliðsmanna sem létu lífið þegar þau voru send á vettvang vegna eldsvoða sem varð skyndilega að sprengingu.

Samtals létu 220 manns lífið og að minnsta kosti 6.500 slösuðust og borgin varð fyrir miklum skaða. Um 300 þúsund manns þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín.

„Þau dóu saman“

„Brúðkaupið okkar verður ekki venjulegt,“ segir Noun, sem mun giftast Fares í september. „Margir missa systkin… en munurinn er sá að við vitum ekki einu sinni hvers vegna við misstum þau, og að þau dóu saman.“

Aðstandendur hafa barist fyrir réttlæti þeirra sem létu lífið í sprengingunni og hefur Noun verið í staðið í broddi þeirrar fylkingar. 

Enn er ekki víst hvað olli sprengingunni. Árið 2021 var greint frá því þegar Sam­einuðu þjóðirn­ar hunsuðu bréf frá aðstaðend­um ein­hverra þeirra 220 sem lét­ust. Í bréfinu var óskað eft­ir öll­um gervi­hnatt­ar­mynd­um af hafn­ar­svæðinu. Talið er að þær geti varpað ljósi á at­b­urðarás­ina fyr­ir spreng­ing­una.

Með grátstafi í kverkunum segir Fares að hún geti ekki ímyndað sér hvernig brúðkaupsdagurinn verði. „Það er erfitt að vita af því að systir þín muni ekki vera við hliðina á þér,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert